Eva María hefur þjónað vexti FranklinCovey á Íslandi af einstakri fagmennsku og metnaði sl ár. Ástríða hennar á bókhaldi og áhugi hennar á okkar vegferð hefur verið kjölfesta fyrir farsælan rekstur félagsins. Þjónusta Evu Maríu á sviði bókhalds, launavinnslu og gerð ársreiknings hefur verið ómetanleg.

Guðrún Högnadóttir

framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi

Fyrirtækið okkar hefur verið einstaklega lánsamt að njóta starfskrafta Evu Maríu frá því 2006. Öll vinna við bókhaldið er fagmannlega unnin og öllum gögnum er alltaf skilað á réttum tíma. Það er mjög gott að eiga samskipti við Evu Maríu sem er nákvæm og skilvirk í sínum störfum og hefur sparað fyrirtækinu bæði tíma og fé. Ég mæli hiklaust með þjónustunni hjá Bókað mál.

María Jónsdóttir

framkvæmdastjóri Góðgætis ehf

Við höfum verið hjá bókhaldsþjónustunni Bókað mál síðastliðið ár. Virkilega ánægð með persónulega, snögga og góða þjónustu.
Mæli heilshugar með Bókað mál.

Sigríður Kr. Hafþórsdóttir

framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla